Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar allir! Vonandi að allir hafi getað notið sumardagsins fyrsta. Ótrúlegt hvað svona dagar geta verið notarlegir. Stússaðist í hestunum - fór í sund - fór á tónleika - þáði matarboð - reyndi að blogga en var alveg tóm.

Greyið hestarnir ekki í neinni notkun núna þar sem bóndinn er á suðurlandi að vinna - greyið ég að vera ein heima! Reddaðist nú svona einn dag en mig grunar að helgin verði löng. Hann keppist við að klára verkið svo hann komist nú hingað vestur áður en við fljúgum norður á Akureyri. Takið eftir því að það er beint flug!!!!! Það er komið að því - skyldmenni að mæta á Vestfirðina og þá flýr maður! Bið frænkur mínar enn og aftur afsökunar á þessu en það bara er alveg nauðsynlegt að nota svona tækifæri. Þusaði nú ekki lítið yfir því síðast þegar ég flaug norður að ég þyrfti að millilenda í Reykjavík og bíða þar í a.m.k. 1 klst - sem nýtist ekki í neitt - og ferðatíminn því í heildina 2 tímar og 25 mínútur. Hélt því þá fram að það gæti ekki tekið meira en 40 mínútur að fljúga á milli beint - og það reyndist rétt! Næsta miðvikudag fljúgum við frá Ísafirði til Akureyrar á 40 mínútum ") 

Tónleikarnir voru í félagsheimilinu á Þingeyri og þar skemmtu dýrfirskir tónlistarmenn. Nokkuð gaman af því en fjölmennasta atriðið á tónleikunum var held ég harmonikuleikararnir - það er nú alveg þekkt að til sveita spili margir á harmoniku en boj ó boj. Gaman af því!

Bumbubúinn hefur það gott! Minnir reglulega á sig með sparki - sem reyndar er farið að breytast í brölt og stundum hef ég það á tilfinningunni að ég þurfi að hörfa undan þegar spyrnt er í. Viktoría átti ekki til orð þegar við lágum uppi í rúmu um síðustu helgi og barnið byrjaði að brölta þannig að hún sá hreyfingu utan frá. Í síðustu mæðraskoðun hafði krlílið líka skoðun á því hvað væri verið að potast með það og sparkaði á móti þegar ljósmóðirin reyndi að hlutsta eftir hjartslætti.

 Jæja, varla fleira í fréttum þennan daginn.

Verð fyrir norðan næsta fimmtudag svo það er spurning með bloggið - hvort það bíði eða hvað. Hvort ég verði of upptekin við að hafa það gott! Kemur bara í ljós!

Kveðja, Signý

 P.s. Hreinn, Beinteinn og Marteinn biðja að heilsa. Hefur nú fjölgað í fjárhúsum en alger nafnaþurrð þó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stuð hjá þér - ekki gott að vita af þér einni.  Okkar hestar í fullu fjöri, missti Jarp á heljarstökk í gær en sat sem fastast.  Ég helt nú að pabbi þinn mundi ekki hafa þetta af en svona er fjörið fyrir norðan.

Hlakka óumræðilega til að sjá þig innan 5 daga. Tel niður.

Kv. MA

Mamma (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:08

2 identicon

Mæli með sveinn, skorsteinn, þráðbeinn. Heinn og sSveinn geta verið saaman í stíu hehe.

Hlakka óendanlega mikið til að hitta þig á miðvikudaginn, Telst til að það séu innan við tveir sólarhringar - 48 stundir þar til við sjáumst.

Knús á línuna, Alfan

Alfa (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband