Dásemdardís

Já, það er komin í heiminn þessi dásemdardís! Fæddist á Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ 8. júlí 2008, kl. 20.18. Myndar stelpa með mikinn dökkan lubba, 3565g og 51 sm. Viðstaddir fæðinguna voru auðvitað pabbinn og svo var mamma svo heppin að vera hér enn og mikið afskaplega var gott að hafa hana líka. Þau spiluðu þetta vel saman hún og Viktor.

Sjálfri finnst mér þetta enn mjög óraunverulegt en fyrsta tilfinningin var nú að ég hlyti að vera hamingjusamasta manneskja í heimi. Ekkert sem toppar þessa tilfinningu. Svaf ekkert nóttina eftir að dásemdardísin fæddist enda allt of upptekin við að horfa á hana og dáðst að henni.

Hverjum er hún lík? Sjálfri sér!! Ég var alveg steinhissa þegar ég fékk hana í fangið - veit reyndar ekki alveg við hverju ég bjóst en í fyrsta lagi átti ég ekki von á þessum þessum lubba og svo var þetta bara alveg nýtt andlit. Við nánari skoðun hefur nú fundist lítið pétursspor í hökunni og það á pabbinn, hárlubbann líka því ég var hárlaus við fæðingu.

Erum enn hér á sjúkrahúsinu í góðu yfirlæti og við hliðina á okkur er stelpa sem fæddist 12 tímum síðar og 30g léttari. Þyngdarmunur sem sennilega skýrist á hárlubbanum. Dásemdardísin er í ljósum vegna gulu en allt á góðri leið. Fáum vonandi að fara heim á morgun enda báðar hressar.

Því miður get ég ekki sett einn neinar myndir - þó nóg sé af þeim. Allar fastar í myndavélinni þar til við komumst heim í kortalesarann. Alfa systir var búin að setja inn mynd af dísinni 2 tíma gamalli.

Bloggum því vonandi fljótt aftur ")

Kveðja, Signý og dásemdardísin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er algjört æði og ég veit svo sannarlega hvað þú ert að tala um þessi hamingja er bara óútskýranleg...

Hef ekkert hitt ömmuna, er sjálfsagt bara einhverstaðar á bleiku hamingjuskýi.. verð að fara hitta hana til að óska henni til lukku.

Njótið tímans sem framundan er sem ég veit að þið svo sannarlega gerið.

Hlakka til að sjá fleiri myndir af dúllunni kveðja Alma

Alma (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 10:53

2 identicon

Já þetta var ótrúleg tilfinning að fá að vera viðstödd þessa fæðingu bjóst varla við að ná þessu ætlaði bara svona að koma í heimsókn verð þessum foreldrum að eilífu þakklát. Ég er enn á tánum:) og þyki í einhverjum draumaheimi að sögn þeirra sem mig hitta er þar kannski bara með draumadísinni minni.

Amma

Amman á Akureyri (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 21:27

3 identicon

sæl kæru hjón

innilega til hamingju með dótturin sem er fædd á alveg ágætis degi 8.júlí. yndislegt krútt og gangi nú vel.sendum gjöfina fljótlega,,

koss og knús

sessa og co

sesselja pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 14:21

4 identicon

INNILEGA til hamingju með prinsessuna! Frábært að allt gekk vel. Og vá hvað ég kannast við allar þessar tilfinningar og svefnleysið, til hvers að sofa þegar maður á svona fallega stúlku til að dást að :) Kv. að sunnan; Oddný og prinsesan.

Oddný (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 20:19

5 identicon

Innilega til hamingju með prinsessuna! Þetta er engu líkt..

kv.

Svana

Svana (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband