Jæja!

Ekki besti tíminn til að trassa blogg þegar flestir bíða eftir fréttum. Uppákoma í síðustu viku með bloggið situr nú ekkert í mér en nú er ég hætt í vinnu og hef því ekki jafn greiðan aðgang að tölvu með nettengingu - þess vegna fer ekkert inn. Sit nú í tölvunni hjá tengdó og ætla að reyna að fara yfir það sem helst er í fréttum.

Allt með kyrrum kjörum enn hjá bumbubúanum. Fengum fína skoðun síðast - blóðþrýstingurinn var farinn að hækka en komin í fínt stand á mánudaginn. Bumban farin að síga en svosum engin önnur merki um að eitthvað sé að fara að gerast.

Mamma, pabbi, Alfa og Arna komu - ja, það eru að verða tvær helgar síðan. Hossuðust eftir holóttum vegum og mér skilst að Ölfu hafi nú ekki alltaf staðið á sama með brattan á blessuðum  fjallvegunum. Hótaði því að næst myndi hún bara fljúga - vildi nú ekki segja neitt en það eru fáir lofthræddir sem hóta því að fljúga á Ísafjörð. Hún leggur nú ýmislegt á sig til að hitta mann. Allt þetta fjölmenni sat nú ekki auðum höndum heila helgi og hentum við upp skiptiborðskommóðunni. Uppgötvuðum reyndar undir lokin smá mistök hjá okkur - en það var bara lélegum leiðbeiningum að kenna að það gerðist - nei, það var ekki pabbi sem sagði þetta en það hefði nú vel passað. Þegar setja átti hillurnar í kom í ljós að gögin stóðust ekki á enda höfum við víxlað ytri hliðunum - skildum reyndar ekkert í því þegar við settum bakhliðarnar í að úrtaka fyrir götin stóðst ekki á við götin á kommóðunni en redduðum því bara með að bora - og auðvitað líka bara fyrir hillurnar. Eins gott að kunna á borvél!

Allavegana - kommóðan komin saman og svo er ég búin að standa í ströngu við að strauja - rúmföt, lök, bleiur, samfellur og barnaföt - hugsaði nú með sjálfri mér að sennilega væri þetta í eina skiptið sem ég straujaði þetta allt - fengi bara að vera krumpað næst - hver veit þó. Hálf skrítið að setja svona lítil föt í þvottavélina. Hafði það á tilfinningunni að þetta myndi bara týnast þarna inni í þessarri stóru þvottavél. Þyrfti einhverja barbíþvottavél í svona. En það skilaði sér nú allt. Með struið þá er nú ekki margt í fataskáp okkar hjónaleysanna sem þarf að strauja svo í upphafi þurfti að grafa eftir straujárninu í kössunum. Rifjaðist reyndar upp fyrir okkur eftir nokkra kassa að sennilega hafi straujárnið verið skilið eftir hjá Guðna í Ásgarði en það dúkkaði nú upp gamalt straujárn sem hún Alma amma átti og það verður nú bara að segjast að það er hið fínasta straujárn - engin gufa en það kom ekki að sök - fínasta Rowenta straujárn.

Fórum í smá ferðalag með gestina og keyrðum upp í Ausudal sem er fyrir ofann bæinn. Útsýnið virkilega fallegt og meira að segja Loki fékkst meira að segja til að fara út í vatnið. Fundum þar með líka veginn sem keyrður verður daglega eftir 6. júlí því ef það er satt að holóttur vegur hjálpi til við að koma af stað fæðingu þá erum við vel sett. Rétt hjá bænum og nóg af holum.

Eitthvað hangir nú inni af myndunum sem skemmdu allt síðast. Einhverjar áhyggjur af pirringnum sá ég hjá nokkrum en ég sat í vinnunni og pikkaði inn - þegar allt hvarf svo vissi ég nú að ekki gæfist tími til að endurnýja það og síðasti dagurinn í vinnunni. Hálf skrítið að fara svona úr vinnunni - sagði við þær að ég kynni nú alveg að fara í sumarfrí en fæðingarorlof væri töluvert lengra en það. Er sem sagt búin að vera heima núna í viku og finnst það nú hafa liðið heldur hægt. Það á nú eftir að breytast þegar krílið mætir. Þá flýgur tíminn hef ég trú á.

Jæja, ekki meira í fréttum að sinni. Reyni að vera dugleg að setja inn - jafnvel þó ekki sé fimmtudagur. Allt komið úr skorðum með þau plön en auðvitað komi inn fréttir um leið og eitthvað gerist ")

 Kveðja, Signý sveitakelling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja sveitakelling þetta gekk nú bara vel hjá þér, alltaf hægt að skrifa um daginn og veginn.  Sjáumst á fimmtudaginn í n.viku :)

Svo er það tilkynningaskylda......manst.

Ma

Mamma (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 19:24

2 identicon

Gott að frétta frá þér mín kæra. Nú er bara að njóta þess að fá að vera "heima" í friði og ró :o) Bíð spennt eftir fréttum. Farðu vel með þig og gangi ykkur vel.

knús til ykkar að austan, Elísa og co.

Elísa (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:18

3 identicon

Gaman að lesa fréttir af þér, þó svo að ég bíði eftir fleiri fréttum. En ég vona að tilkynningarskyldan bregðist ekki. En gangi þér vel á lokasprettinum, yndislegur tími framundan. kveðja frá Akureyri

Alma (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband