Dásamlegt páskafrí

Heljarinnar páskafrí. Var svo afslöppuð eftir fríið að ég nennti ekki einu sinni að berjast við ritstífluna síðasta fimmtudag - því kemur bara eitthvað núna 

Mikið rosalega hafði ég það gott í páskafríinu. Afrekaði það að fljúga að vestan, frá Ísafirði til Reykjavíkur (millilending) og norður til Akureyrar. Skrapp í eina fermingarveislu á laugardeginum og brunaði svo suður með mömmu og pabba á sunnudaginn. Var í viku fyrir sunnan að dáðst að nýja frænda og flaug svo vestur. Vantaði bara austurlandið til að ná hringnum. Í borginni byrjaði öll afslöppunin! Fengum þessa dýrindis orlofsíbúð og gátum ruslað til eins og við vildum og bara gengið inn og út eins og okkur hentaði. Auðvitað var markmið ferðarinnar að geta hitt nýja færnda og okkur tókst það bara bærilega. Óskup voru þau nú þreytt nýbakaðir foreldrarnir en það voru bara smá byrjunarörðugleikar og alltaf betra og betra upplitið á þeim eftir því sem leið á vikuna. Vorum algerar dekurdollur því enginn mátti heimsækja þau fyrstu vikuna - nema við! Nýttum okkkur það út í ystu æsar en held þó að við höfum alveg getað haldið okkur á mottunni. Pabbi gat aðeins kíkt á prinsinn er þurfti síðan að fljúga aftur norður í vinnu. Þar voru þeir kallar tveir heima, pabbi og Loki og höfðu það örugglega jafn gott og við kellurnar í borginni.

Lausar stundir notuðum við auðvitað til að kíkja í búðir og þar tókst okkur held ég bara nokkuð vel til. Festi mér meðal annars vagn undir ungann sem kemur svo með vorskipinu - vagninn sko þó segja megi að unginn komi líka með vorskipinu - eða þá frekar sumarskipinu! Kitlaði nú í puttana að kíkja í umslagið góða þegar ég var í verslunum og langaði að kaupa einhverjar flíkur fyrir ungann en umslagið ekki í seilingarfjarlægð og ekki hefur mér enn tekist að sannfæra Viktor um að kíkja í það því hann segist vita hvort er og þurfi ekkert að kíkja í það. Reyndar snerist mín sannfæring í ferðinni en það vegna jafn óvísindalegar staðreyndir og áður - ég var nefnilega að líta eftir honum Snjólfi hennar Höllu og í hillunni hjá henni fann ég spákúlu sem ég spurði fyrst hvort þetta væri stelpa - svarið var: my sources say no! Þá spurði ég: Er þetta strákur - og svarið var "probably". Síðan gerði Alfa hálsmenaprófið margrómaða og þar kom líka strákur. Þannig að....... hver veit. Það virðist þó vera bundið við verslanir þessi löngun því ekki hef ég enn kíkt í umslagið.

Það var svo notarlegt að vera með mömmu, Ölfu og Örnu þennan tíma. Bara að vera saman og njóta þess að geta gert það sem okkur langaði til. Erum nú ansi góðar saman allar hvort sem við erum í Reykjavíkurborg, London eða Kaupmannahöfn - stelpuferðir verða alltaf stelpuferðir ") Ein að leggja sig, ein að tromma, önnur að prjóna og hin að sauma út. Þvælast um borgina og allir geta gert það sem þá langar.

Komst yfir heilmikið fannst mér á þessum tíma. Fyrir utan allan þvælingin í búðir, heimsóknir til litla frænda og afslöppunar tókst mér að fara í eina fermingarveislu - í Perlunni. Fulltrúi Hvammara því það var systir Viktors sem var að ferma en Viktor "hinn heimakæri" víðsfjarri - kominn heim í heiðardalinn. Held að hann hafi ekki síður haft það gott en ég. Viktoría var hjá honum á Skírdag og þau fóru á töltkeppnina í reiðhöllinni. Formaður hestamannafélagsins hringdi nú í Viktor þegar hann var fyrir sunnan til að tékka hvort hann kæmi ekki örugglega - vissi meira að segja af fari ef ekki yrði flogið - eins og gerist nú gjarnan. Ætlaði ekki að missa mann úr keppni því þá kæmi hann ekki út öllum verðlaunapeningunum. Gott að fara í keppni viss um að fá pening!! Gerði nú grín af því að Viktor ætlaði að fara í töltkeppni á Neista og Neisti er þeim eiginleikum gæddur að hann töltir eiginlega bara - þarf mikið að hafa fyrir því að fá hann til að gera eitthvað annað. Lagði til við Viktor að hann gæti bara sent hann einan inn á völlinn og hann myndi tölta hringinn - knapalaus. Kannski ekki fallegt af mér að gera svona grín að þeim en þeir stóðu sig víst með prýði og lentu í 4. sæti, ekki viss af hve mörgum ")

Á páskadag hringdi ég nú í minn mann og vorkendi honum svolítið fyrir að vera aleinn heima því Viktoría var farin yfir á Ísafjörð en það virtist nú ekki há honum. Skildi nú ekkert í því fyrst, þegar ég spurði hann hvort hann væri búinn með páskaeggið, þá sagðist hann ekki vera búinn að finna það! Þar sem hann var einn heima spurði ég nú hvort hann hefði virkilega falið eggið sjálfur og nú finndi hann það ekki. Þá hafði Viktoría falið það áður en hún fór. Það endaði reyndar með því að hann þurfti að hringja í hana til að fá vísbendingar um felustaðinn. Lukkaðist þá að finna það og njóta þess. Málshættir skötuhjúanna voru - Augun eru spegill sálarinnar (VP) og Mjór er mikills vísir (SÞK).

Kúlubúinn hefur það gott en er eitthvað farinn að ganga á járnbirgðir móður sinnar. Fyrirferðinn er orðin meiri og því koma fötin úr verslunarferðinni í borginni sér sannarlega vel! Arna Guðbjörg var nú hálf hissa á þessum yfirgangi þegar hún áttaði sig á því að öll meltingarfæri væru kominn upp undir háls og krílið hefði restina af plássinu - hvurslags yfirgangur það væri nú strax í móðurkviði ")

 Jæja, læt þetta duga í bili enda góður pistill nú þegar. Stór skammtur þegar svikist hefur verið um. Hafið það sem allra best og gaman að sjá hvort einhver nenni enn að lesa bloggið svo endilega skrifið athugasemdir eða kvittið í gestabókina ")

 Bless! Signý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hello sæta!!

ég kíki alltaf samviskusamlega hér inn á fimmtudögum,það máttu  mín kæra,að þú hefur allavega einn aðdáenda..kveðja til allra úr Mosó

Elva (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 12:09

2 identicon

Elsku systir

Takk fyrir síðast, þetta voru dásamlegir dagar. Hmm ekkert montmynd af teppinu. Langar ekkert smá að sá þig morta þig af þessu flotta flotta teppi handa unganum :)

Ég sit víst uppi með það að prjóna í hlutlausum lit... aumingja ég því mér finnst skemmtilegra að prjóna í lit (hehe)

 Bíð eftir að hitta þig sem fyrst aftur, panta bumbumyndir reglulega

Kv. Alfan

Alfa (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 18:46

3 identicon

Jú frænka!

Ég kíki á þig oftar en þessir fimmtudagar koma, það þyrfti að fara fjölga þeim. Ég var orðinn latari að kíkja til þín, áður en þessi "fimmtudagsregla" komst á og því hafðir þú skrifað nokkra pistla áður en ég áttaði mig. Þá sá ég að þú ert frænka mín. "Vá hvað hún skrifar langt mál" hugsaði ég og það flug í gegnum hugann athugasemdirnar sem ég fæ oft, um málalengingar mínar, sérstaklega í rituðu máli. Sollu frænku þinni finnst það einnig eiga við talað mál (þar kemur hraðaleysið sterkt inn). En svo voru pistlarnir alltof stuttir þegar maður las þá og hefðu að ósekju mátt vera lengri.

Svo við ættfærum þig enn frekar þá sé ég líka að þú er líka frænka Ingu systir. Talar um að "engar fréttir" séu og svo flæða pistlarnir inn.

Hún skrifaði okkur þegar við bjuggum í Danmörk aftan á póstkort, þú veist svona þar sem nafn og heimlisfang tekur helminginn af plássinu og hinn helgming baksins notaði hún í að skrifa okkur um að hún gæti ekki skrifað og ekkert væri að frétta. Neðan við undirskriftina sína, kom hún þó fyrir: P.S. "Skrapp til Ameríku". Það hefði bróðir hennar þótt frétt, hann sem kemst varla útúr götunni heima. Nóg um það, bestu kveðjur til þín, kúlubúans og "annarra" heimarkærra karla :)

bj. (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 11:44

4 identicon

Bara að kvitta og láta vita að það er kíkt inn reglulega og litið á dagatalið þegar ekkert er,   til að vita hvort örugglega sé ekki kominn fimmtudagur síðan síðast :)  Fékk að hafa fjórar glaðar "gellur" um helgina og tvær nákomnari þér en mér :)  kv. ebj

EBJ (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 09:49

5 identicon

Gaman að lesa frá þér pistil mín kæra.  Við hér erum að reyna að plana sumarið okkar og allt miðast við þessa frábæru fjölgun í fjölskyldunni.  Mínar myndir af prins í Kópavogi eru allar kámugar því ég er alltaf að benda og skoða betur.  Það verður gaman að gera svo borið börnin saman:)

Sjáumst fljótt....... sakna þín.

Ma

Mamma (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband