Nýr frændi og páskafrí

Get nú ekki annað en byrjað þessa færslu á að dáðst að nýja frænda mínum. Skoða til skiptist myndirnar tvær sem ég hef. Yndisleg svona kraftaverk. Ég missi úr slag og fær tár í augun að horfa á myndirnar svo ég get ímyndað mér hversu stoltir foreldrarnir eru - já Jói og Hulda eru orðnir foreldrar þessa mynda pilts. Mikið hlýtur að vera yndislegt og ómöuglegt annað en að dáðst að eigin dugnaði að hafa getað skapað svona kraftaverk. Get ekki beðið eftir að hitta prinsinn í eigin persónu en veit að hann nýtur þess að vera í faðmi foreldranna - í þeirra eigin litla heimi sem fæddist með prinsinum - þar sem tíminn er afstæður og allt snýst um að dáðst að og næra þessa litlu veru á allan hátt - fæðu, hlýju og yl sem ég veit að þau hafa nóg af. Megum sennilega passa okkur að sprengja ekki utan af þeim sápukúluna af ákafa við að komast í tæri við prinsinn. Þennan tíma eiga þau og ekkert annað skiptir máli.

 Ég á nú alltaf erfitt með að sjá svip hjá börnum fyrr en ég sé augun og af þessum myndum sem ég hef finnst mér svolítill þrúti enn í augum en eitthvað kannast ég við þessa höku. Spurning hvort hann sé ekki bara líkur sjálfum sér - þannig bjargar maður sér þegar maður sér ekki svip. Annars hefur hann tvo myndarforeldra til að líkjast svo þetta verður nú ekki vandamál.

 nýi frændi 110308

 Styttist nú í að ég komist til að kíkja á prinsinn. Byrja á því að fara norður í eina fermingu og síðan suður í byrjun næstu viku. Fáraðist nú ekki lítið yfir því þegar ég var að panta flug héðan frá Ísafirði og norður á Akureyri. Komst að því að það tekur heila 2 tíma og 25 mínútur frá því ég fer í loftið hér og þar til ég lendi á Akureyri. Hélt því nú fram að sennilega væri ég fljótari að labba þetta! Auðvitað verð ég ekki á flugi allan tímann því það er klukkutíma bið á Reykjavíkurflugvelli - klukkutími sem ekkert er hægt að gera við - ekki einu sinni heimsækja frænda sinn. Tekur víst 7-8 tíma að keyra þetta þannig að það er allavegana styttra en það. Efast um að beint flug tæki meira en 35-40 mínútur - við hvern get ég talað svo þeir fari nú að fljúga þetta aftur?

Er að fara í fermingu hjá Frey frænda - við tvö erum einu meðlimir í Sauðafélaginu - og stolt af því! Örlítið búin að skemmta mér yfir því hvort ég eigi að stríða frænda mínum í fermingarveislunni - bara pínulítið. Hef nú þegar skemmt mér mikið við vangavelturnar. Þannig er að ég á eina góða sögu um hann Frey frænda minn frá því hann var pínulítill gutti. Hvort ég eigi að standa upp í veislunni og tilkynna að ég eigi þessa litlu sögu - og þó hann sé með mér í Sauðafélaginu - þá er ég nokkuð viss um að hann áttar sig á hvaða sögu ég er að tala um því greyið hefur fengið að heyra hana nokkrum sinnum. Hef trú á því að hann vilji nú ekki að allir heyri þessa sögu. Gæti síðan skotið á hann það hann geti alveg verið rólegur - því ég sé ekki að tala um þá sögu - hana geymi ég þar til í giftingunni hans. Setja svo einhverja sárasaklausa sögu í staðinn. Ég er sem sagt búin að sjá þetta alveg fyrir mér og skemmt mér mikið yfir því en spurning hvort raunveruleikinn fari eins með þetta. Ég kannski læt mér bara nægja að ímyndina og láti raunveruleikann eiga sig! Þeir sem ekki vita hvað sögu ég er að tala um verða bara að bíða eftir giftingunni hans - læt örugglega verð af því að segja sögnuna þá ")

Allt gott að fétta annars af Vestfirðingum. Bumbubúinn minn minnir reglulega á sig með sparki og er svo sannarlega búin að uppgötva þvagblöðru móður sinnar. Lág uppi í sófa einn eftirmiðdaginn og allt var á fullu - efaðist þá eitt augnablik um þessa sterku tilfinningu að þetta sé stelpa og sá fyrir mér lítinn gutta í fótbolta - ekki það að stelpur geta líka sparkað í bolta! Viktor hefur hins vegar ekki fengið að finna neitt spark. Hringdi í hann niður í stofu eitt kvöldið þegar ég var lögst upp í rúm og fann greinileg spörk - hann mætti en allt var orðið rólegt. Viktoría fann hinsvegar í gær spark og við erum því vissar um að þetta sé stelpa sem vill bara tala við hinar stelpurnar og lætur pabba sinn hafa meira fyrir sér.

Hlakka mikið til að fara í páskafrí. Er búin að nappa smá aukafríi þannig að ég verð í lööööööngu fríi. Fer norður á morgun og svo suður en ekki heim fyrir en eftir páska. Vaknaði nú smá von að Viktor kæmi kannski suður þegar hann frétti af því að hugsanlega yrðu Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar mokaðar fyrir páskaumferð sem þýðir að hann kæmist suður án þess að keyra "blessað" Djúpið. Hann var annars harður á því að vera bara heima og stússast í hestunum en við þessar fréttir sagði ég að það væri nú ágætt að hann kannski kæmi suður og við gætum kíkt vagn fyrir ungann og fleira sem sennilega er kominn tími til að huga að en við það jókst ekki löngun hans til suðurferðar. Furðulegt! 

Kveð í bili! Mjög stolt af sjálfri mér að hafa bloggað þrjá fimmtudaga í röð - þetta virðist ætla að ganga.

Signý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir allar þínar fullyrðingar um prinsinn í Melalind, hann verður kannski kaffærðum þegar við birtumst þarna allar.  Verðum að passa okkur, hann er heldur ekki að fara neitt langt.  Hlakka til að sjá þig á morgun við dekrum við þig hér heima. Hvar er umslagið ...................... enginn póstsending frá Flateyri enn.

Bið að heilsa

MA

Margrét Alfreðsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 13:38

2 identicon

Sæl bumbulína

við hérna fyrir austan vorum einmitt að spá í því hvort að það væri erfingi á leiðinni þegar við sáum stöðuna þína auglýsta áðan. Rákumst svo á bloggið þitt og sáum að svo var raunin, þannig til hamingju með það. Nú heimtum við að fá bumbumyndir. Heyrumst betur síðar.

Kveðja að austan

Ásdís og Eygló

Ásdís Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband