Og þá er kominn fimmtudagur....

.....sem þýðir að ég ætla að koma með meira blogg. Eins gott að standa sig! Sé nú að einhverjir fleiri í fjölsyldunni hafa tekið við sér - áskorunin virkaði.

Hef nú aðeins velt vöngum yfir því hvað ég ætti að skrifa því það er náttúrulega ekkert að frétta núna eftir eina viku miðað við það sem mér tókst að koma niður í síðustu viku. Auðvitað eru fréttir af veðri - en þær eru nú óskup svipaðar. Hér hefur snjóað alveg endalaust og heimreiðin teppist alltaf - annaðhvort vegna þess að það snjóar svo mikið eða þá að það skefur í skafla. Full þörf á að vakna tímanlega því ég veit aldrei hvort ég fer á bílnum niður á veg eða þarf hreinlega að labba. Hef nú ekki ennþá lent í því en hver veit! Snjórinn gerir mér þó grikk í þeim málum því ég þarf að leggja bílnum mínum einhversstaðar niðri við veg og var búin að finna mér þetta fína stæði en þegar snjóaði sem mest fyrir einhverju og þá týndi ég því stæði náttúrulega enda mokaði vegagerðin af miklum móð og fyllti það strax. Lagði þá í beyjunni við heimreiðina en þá var náttúrulega ekki hægt að moka heimreiðina - ekki það að þeir séu að því á hverjum degi en alveg bókað að þeir myndu ætla að gera það einmit þegar bíllinn minn stæði þar. Þegar ég svo loksins fann gamla stæðið aftur - eftir hlákuna miklu - var ég ekki búin að leggja þar lengi þegar Viktor tilkynnti mér það að hann hefði fengið upphringingu frá Vegagerdinni þá um daginn og hann vinsamlegast beðinn um að segja mér að ég mætti ekki leggja þarna þar sem mokstursbíllinn þyrfti að hægja á sér til að ausa ekki yfir hann sköflunum - ekki það að hann hafi ekki gert það margsinnis hingað til - en málið var að ef hann gerir það kemur það niður á mokstri fyrir framan húsið sem stendur hinumeginn við veginn. Er því búin að finna mér enn eitt stæðið og ekki enn verið sett út á það en hver veit nema hringt verði frá Orkubúi Vestfjarða og mér tilkynnt að bíllinn megi ekki standa þar á veginum upp að dælustöðunni. Kemur í ljós.

Gleymdi þó að segja frá því síðast að mér tókst að vera "hér um bil" veðurteppt einn fimmtudaginn - í vinnunni - sem er ekki neitt voðalega spes. Það reddaðist með hjálp góðra manna. Ég hef nú örugglega nefnt það hversu þægilegt þetta er hjá mér - tek rútu að morgni og aftur heim í lok dags. Þarf því ekkert að hugsa um akstur eða færð. Þennan dag hafði ég farið með rútunni um morguninn - eins og vanalega - um hádegi heyri ég svo að búið sé að loka Gemlufallsheið - en yfir hana þarf ég að fara til að komast heim í Dýrafjörðinn. Þarna kom þó í ljós að gott getur verið að búa í litlu samfélagi. Hringdi einfaldlega í rútubílstjórann og spurði hvað ég ætti að gera. Hann benti mér á sinn yfirmann sem ég og hrindi í. Hann spurði þá bara hvað við hefðum verið mörg í rútunni um morguninn - að spá í það hversu mörgum hann þyrfti að koma til baka. Sagði mér svo af því að einn af farþegunum, sem áður keyrði hjá honum, myndi hugsanlega taka fyrir þá fjórhjóladrifinn pallbíl sem væri á verkstæði á Ísafirði og ég skildi bara hringja í hann og biðja hann um að taka mig með. Það gekk svo eftir og rétt rúmlega 4 hringdi hann í mig og sagði að Vegagerðin ætlaði að opna tímabundið heiðina og við yrðum að drífa okkur. Öllum farþegum rútunnar þann daginn smalað saman og allir komust heim. Haldið þið að það sé þjónusta ") Daginn eftir spáði síðan svo illa að ég ákvað að taka ekki áhættuna og afboðaði mig í vinnu. Átti að vera enn verra veður en daginn áður. Vaknaði um morguninn og heyrði í rokinu. Hringdi í vinnuna og afboðaði mig. Vaknaði svo aftur um 9 og þá var sennilega komið mesta logn sem ég hef nokkurntíma upplifað síðan ég flutti í Hvamm. Það stóð þó ekki lengi og eftir því sem leið á daginn hvessti og rútan fór nú heim aftur frá Ísafirði en mun fyrr en vanalega.

Nóg um veður og færð. Bendi bara á bloggið hans Einars veðurfærðings ef ykkur þyrstir í meira.

Mikil plön um helgina. Suðurferð og námskeið í byrjun næstu viku. Nú er ég að upplifa þetta með að ætla mér að gera allt í þessu stoppi. Sennilega búin að lofa of mörgu en það verður örugglega nóg að gera. Þarf að fara að huga að því að skrifa listann yfir það sem þarf að gera, kaupa og þá sem þarf að hitta. Gerði grín af því í síðustu ferð suður - sem á þeim tíma snerist um að versla inn vegna húsbyggingar - að þar sem ég gæti aðeins hitt fáa þá yrði bara að draga úr miðum hverjir það yrðu. Svo hringdi Jónína vinkona í mig - sármóðguð - því hún hafði reynt að hafa uppi á mér í vinnunni fyrir vestan og var þá tilkynnt að ég væri í Reykjavík. Eina sem ég gat sagt var - sorrý, þú lentir ekki í þesum útdrætti. Verður bara heppnari næst ")

Annars var ég örugglega búin að segja frá öllum ferðaplönum síðast en verð nú bara að segja að ég hlakka voða mikið til að hitta Jóa og Huldu í borginni, mömmu og pabba í hestahittingi helgina þar eftir og svo Ölfu og Örnu helgina þar eftir í fermingu fyrir norðan. Nóg að gera næstu helgar og búin að snapa mér fríi 3 daga fyrir páska svo ég þarf ekkert að fara heim á milli fermingar og páska. Verð bara að dóla mér, ja annaðhvort fyrir norðan eða að skoða nýja frænda minn sem settur er á páskadag en hver veit nema hann láti bíða eftir sér.

Jæja, manni tekst alltaf að blaðra heilmikið um ekki neitt. Var nú búin að spá í það að þar sem fátt væri að frétta ætti ég bara að fræða ykkur um ný heimkynni mín en það bíðu þá bara betri tíma. Þarf nefnilega að fara að ná rútunni núna.

 Kveðja, Signý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við mæðgur vorum að líta inn.  Okkur hlakkar til að sjá nýja bumbubúann í sumar.

Kv. Elín Ása og María Sif

Elín Ása og María Sif (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 19:31

2 identicon

Stendur þig vel - nú er þetta skipulagið þitt.  Ég veit líka núna all mikið meira um veðurfar og færð á vestfjörðum en hér á Norðurlandi.  Skiptir ekki svo miklu máli fer í vinnu og upp í hesthús.

Sjáumst fljótt næsti mánuður verður góður tími hlakka til að hitta þig svona mikið, bæta okkur upp þessa miklu fjarlægð.

Kv. MA

Margrét Alfreðsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:15

3 identicon

Bara að tékka, það er nefnilega fimmtudagur

Alfan

Alfan (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 22:12

4 identicon

Hvurslags ................  það er kominn föstudagur, allavega hér sunnanlands :)      kv. ebj

EBJ (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband