Hvurslags

Aldeilis ekki verið að standa sig í blogginu. Enn netlaus heima og auðvitað ekki tími til að sinna þessu í vinnunni - þó ég sé nú að því núna hehe. En þetta verður bara stutt. Gerði nú grín af því í upphafi að mér finndist ég ekki hafa neinar féttir nema þegar ég væri flutt inn í húsið eða orðinu ólétt. Fannst svona eins og fólk byggist kannski helst við þeim fréttum - jafnvel farið að bíða eftir þeim. En sú afsökun gildir ekki núna því nú get ég aldeilis sagt féttir - þið vitið að við erum flutt inn og sennilega flest líka að von er á litlum vestfirðingi í júlí ") Kannski gaman að segja frá því að við héldum hangikjötsboð á jóladag en áður en allir gestirnir komu náðum við Guðna Páli og Viktoríu einum með okkur og tilkynntum þeim þetta - og eitthvað misskildi Viktoría blessunin þetta því hún sendi skilaboð til mömmu sinnar um að hún ætti von á systkini 18. janúar í staðinn fyrir 3.júlí. Misskilningur sennilega byggður á því að ég sagði við Guðna að hann hlyti nú að vera sáttur við mánuðinn þar sem hann á afmæli í 18. júlí. Janúar/Júlí - þetta hljómar allt eins. Má nú segja að þó það hafi nú verið einhver bið eftir þessarri fjölgun þá efast ég nú um að það sé hægt að fá þetta í gegn með DHL-hraðsendingu.

Annars fátt um féttir enda flest sem fellur í skuggann af þessu - allavega í mínum augum. Heilsan hefur verið verð ég að segja betri en fín - engin ógleði en fékk þó smá sýnishorn af kyrrsetningu. En það gekk fljótt yfir. Var heima í viku en svo fékk ég bara fyrirskipun að taka þessu með skynsemi og ekki neinn æsing - sem er kannski svolítið skondið því ég held að ég verði seint talin mjög æst manneskja ") Kúlubúinn í góðum málum og virðist líka taka þessu með ró - ekkert að láta hafa neitt mikið fyrir sér dags daglega og enn ekki farinn að minna á sig með neinu banki - rólegt kríli eins og mamma sín ") Eða kannski bara ekki búið að fatta að það megi nú alveg fara að láta vita af sér - enn og aftur fattlaust eins og mamma sín! Nema verið sé að safna kröftum þar til í heiminn kemur "/

 Sem sagt allt gott að frétta úr Dýrafirðinum. Sömu sýnishorn af veðri hér og annarsstaðar. Frost og snjór einn daginn en rok og riginign þann næsta þar sem allur snjór hverfur en síðan kyngir niður á einni nóttu tvöfalt meiri snjó en var daginn þar á undan.

 Kveð í bili, Signý og krílið í kúlunni (sem er enn þó varla vaxinn fram úr þeirri sem fyrir var)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku signý mín innilega til hamingju með krílið.... en þú ert bara alltof langt í burtu en svona er þetta.. get þó fylgst með í gegnum heimasíðuna . Krílið á eftir að hafa fullt af fólki til að stjana við sig úffff...... veit ekki alveg hverngi amman ætlar að vera svona langt í burtu, en hún hefur ekki látið neitt stoppa sig hingað til þannig að vegalengdin á ekki eftir að stoppa hana neitt hef ég trú á . kv Alma

Alma (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 16:28

2 identicon

jæja, loksins komu fréttir frá þér mín kæra, gott að heyra að þið eruð hress og spræk... allt gott að frétta af okkur hér fyrir austan. Engin kúlubúi hjá mér þrátt fyrir vaxandi maga! haha. Hafðu það svaka gott, heyrumst við tækifæri, gengið í Neskaupstað.

Elísa (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband