Gleðilegt nýtt ár!!

Nýtt ár gengið í garð og óskum við Mið-Hvammsbúar öllum gleðilegs nýs árs og þökkum allt gamalt og gott!

Vorum um áramót í góðu yfirlæti fyrir norðan og stefnum suður á morgun. Unga daman sem var stóra fréttin um síðust jól naut nú jóla og áramóta alveg í botn - búið að koma henni upp á ís, barn sem ekki er einu sinni farið að borða almennan mat. Ekki annað hægt í annarri eins ísfjölskyldu og barnið fæðist inní - beggja vegna. Hún var líka voða hrifin af flugeldunum og fylgdist með þeim úr örugginu innan við rúðuna. Alveg stórhrifin! Hin daman í fjölskyldunni hún Perla kippti sér nú ekki mikið upp við þessi læti!

Vonum að þið hafið notið jóla og áramóta eins og við og að nýtt ár beri gæfu og gleði ")

Signý, Viktor og Margrét Embla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár kæra fjölskylda

Klara Fanney (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 13:37

2 identicon

Gleðilegt árið :)

Oddný (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 10:18

3 identicon

Gleðilegt nýtt ár.  sko batnandi mönnum er best að lifa, farin að skrifa aftur :)       kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband