29.5.2008 | 16:31
Endasprettur
Já þá er kominn fimmtudagur! Orðin hálf hugmyndasnauð þegar kemur að því að blogga núorðið.
Lífið gengur sinn vanagang, veðrið alltaf sumarlegra, rútuferðir í sínum föstu skorðum - að minnsta kosti að morgni, kúlan stækkar og framtakssemin á heimilinu alltaf sú sama.
Ástæðan fyrir því að meiri hreyfing á heimferðum mínum undanfarið er sú að nú styttist í að kúlubúinn farið að láta sjá sig - þó margir hvái þegar ég segi að 5 vikur séu eftir enn - finnst eins og kúlan sé farin að skaga það mikið fram! Það er nú alveg hellingur 5-7 vikur, allt eftir hentisemi ungans! Ég segi þá bara, hvar á maður að koma þessu fyrir ekki hærri en maður er. Kúlan situr vel framan á og leitar bara út. Við erum s.s. foreldrafræðslunámskeið sem við höfum verið að fara á í þessarri viku þar sem verið er að kenna á kúlubúann og allt sem honum fylgir.
Framkvæmdir á heimilinu í sama rólyndisgangi. Skápurinn er kominn upp og hann er óðum að fyllast af dóti. Þegar enn meira verður komið af því í skápinn ætti að hafa myndast rúm fyrir skiptiborðið og svo er von á sendingu að norðan, rúm o.fl. En mest er ég spennt yfir flutningsmönnunum. Mamma og pabbi ætla að koma keyrandi vestur færandi hendi enda er maður dekraður því pabbi var að gera við bílinn minn sem mér tókst svo snyrtilega að beygla - keyrði á álfasteinana fyrir utan húsið. Vona að þeir hafi fyrirgefið mér það.
Höfum þó verið að sýna húsið undanfarið en það eru margir spenntir að sjá hvernig til tókst og margir hverjir þekkja sögu hússins betur en við. Buðum í gær eldri hjónum sem eiga bústað í Hvammslandinu - hann er uppalinn þar - í kaffi og þau skoðuðu húsið hátt og lágt og sögðu okkur hvernig skipulagið hafi verið "í gamladaga". Helling búið að gera og annar eins hellingur eftir en það er allt sem má gerast smám saman. Voru þau bara hrifin af húsinu.
Enn sama sveitasælan í Dýrafirði. Get nú alveg vanist því að rölta svona niður á veg í góðu veðri til að ná rútunni. Það verður eitthvað áfram. Síðan verður það bara rölt með barnavagn um mela og móa.
Keyrðum fram á umferðaeftirlitið í Önundarfirði á leið okkar heim um daginn. Yfirleitt er það nú þeir sem stoppa mann en við stoppuðum sjálfviljug og röbbuðum við Sigga. Vorum meira að segja á sitt hvorum bílnum. Þar barst í tal fjölskylduhátíðin í Asparlundi enda hittist hópur í tiltekt þar í vikunni. Nokku víst að við mætum ekki því annað hvort verður unginn nýskriðinn úr egginu eða rétt um það bil að kíkja á nýja heiminn. Hver veit þó hvað það dregst ")
Af fuglum fjarðarins þá var ég eitthvað búin að tjá mig um Tjalda í Dýrafirði en nú get ég sagt ykkur frá gæsapari sem er meira en lítið vanafast. Verð alltaf vör við það þegar ég bíð eftir bílnum niðri við veg. Flýgur alltaf nokkra hringi áður en það sest á grasbala og svei mér þá alltaf á sama tíma. Þarf ekki lengur útvarpið í bílnum til að vita hvenær rútan fer af stað - get bara horft til himins!
Jæja, þarf að fara að æfa kúluna og svo fáum við síðasta skammtinn af foreldrafræðslunni strax eftir það. Nokkuð ljóst um hvað heimurinn snýst þessa dagana.
Kveðja, Signý
Athugasemdir
Við hlökkum líka til að sjá þig og kallinn og bumbubúann. Komum með rúmið og etv. eitthvað barna...... verst með litinn.
Hvíldu þig og slakaðu á um helgina.
Mamma
Mamma (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 23:23
Var bara að forvitnast um hagi þína, lítur svaka flott út með kúluna! Gaman að geta séð hvað ert að bralla.
bestu kveðjur
Svana
Svana skotastelpa (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 16:54
Hæ hæ
Við erum orðin frekar spennt yfir komu kúlubúans og farin að telja niður :0)
Hafðið það gott í sveitinni
kv, vísitalan á stationbílnum
Hulda, Jói, Jökull, Frosti og Karó (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:17
Takk fyrir frábærar samverustundir.
Var voða menningarleg þegar ég sagði "vei nú erum við komin á þjóðveg 101..." hehe borgarbarnið...
Kveðja, kossar og knús, Alfa
Alfa (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.