Sveitasæla

Já, ég verð nú bara að segja það að ég kann best við mig í sveitinni minni. Slíkt finnur maður auðvitað best þegar búið er að þvælast um borgina og endasendast um allt.

Frábært að kíkja í borgina og hitta allan þennan fjölda og fá að taka þátt í stóru athöfninni þegar hann frændi minn fékk nafnið sitt fallega - Jökull! Nú eiga þau þá Jökul og Frosta. Lékum okkur nú aðeins með nöfnin enda svo skemmtileg tenging í nöfnunum - "Jökull hleyptu Frosta inn" - "Frosti vertu góður við Jökul - Jökull ekki kássast í Frosta ....... endalausar hugmyndir.

Mér hlaust sá heiður að lesa upp úr guðspjalli í athöfninni ásamt stóru systur - en tókst reyndar að hafa orðið af prestinum sem átti að vera með smá innlegg á milli upplestra hjá okkur en ég bara vissi það ekki. Ekki á hverjum degi sem maður talar yfir prest í miðri athöfn. Held að hún fyrirgefi mér nú alveg en mér var bara bent á þetta eftir á. Gengur bara betur næst ") Mikið sérdeilis falleg kirkja Garðakirja þar sem pilturinn var skírður. Hlý, notarleg og mátulega stór. Var nú frekar stolt af sjálfri mér hversu tímanlega ég var í kirkjunni en ég lagði mig alla fram og var þá mikið að hugsa um hana móður mína sem var alveg á nálum yfir því að við kæmum of seint.

Eitthvað var nú kíkt í búið en alltaf verður minna úr því en maður ætlar sér. Þó var ákveðið hvenig skiptiborð skyldi kaupa og er það nú á leiðinni vestur með Viktori. Fékk nú nett sjokk við að skoða suma af húsgögnunum sem auðvitað eru rosa flott og gaman að hafa inni í barnaherbergi - ævintýraleg og falleg en að tvöfaldur skápur 120x200 geti kostað 258.000.- það fannst mér full mikið.

Það eru fleiri stórar ættir en Ránar-ættin. Fórum í ættarkaffi í móðurlegg Viktors og þar var nú aldeilis margt um manninn. Varð nú hugsað til þess þegar stóratburði ber að hjá okkur Viktori og bjóða á til veislu næstu ættingjum - oboj, oboj! Og þá erum við bara komin með tvo leggi en ekki alla fjóra inn í töluna.

Bumbubúinn hefur það gott. Stækkar vel og bröltir nú um í kúlunni. Fórum í vaxtarsónar og mældist þá 2100g eða rétt rúmar 8 merkur (33v) og stefnir því í 14-15 merkur (40) - svo lengi sem það dregst nú ekki úr hófi að koma sér í heiminn. Þó ekki sé búið að kíkja í umslagið - sem er svo hátt uppi - þá sagðist ljósmóðirin geta staðfest það sem hún sagði í fyrri sónar. Komums að því hvort það er rétt ef við opnum umslagið við heimkomu. Miklar spár og spugleringar með kynið og enginn er með sömu söguna um sama hlutinn - staðsetningu á kúlu - hjartslátt - lögun kúlu - hálsmen yfir lófa - kyn ungabarns sem haldið er á. Þetta kemur allt í ljós! Viktor stendur við sitt og segir að þetta sé stelpa og var ég eiginlega farin að hugsa meira um að ég yrði að halda að þetta væri strákur svo allavegana annað okkar hafi rétt fyrir sér!

Mikið var nú notarlegt að koma heim í sveitina sína eftir ys og þys borgarinnar. Hefði auðvitað viljað taka fjölskylduna alla með mér en það er nú von á þeim fljótlega. Hló að sjálfri mér þegar ég kom heim á mánudaginn - henti töskunum inn - klæddi mig í lopapeysi - reyndar striga- en ekki gúmmískó og lallaði niður túnið til að sækja póstinn. Er maður orðinn sveitalubbi eða hvað.

 Jæja, ekki nema rétt örpistill í dag!

Kveðja, Signý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra frá þér systir sæl, já við erum nú bestu upplesararnir. Á reyndar eftir að heyra þetta og sjá á videóinu... Gott að þér líður vel og litla drengnum í bumbunni hehe. Reyndar ætti ég ekkert að segja sem gekk með dreng í marga mánuði en út kom þessi líka frábæra stúlka. Málið er bara að maður verður svo heillaður af barninu sínu að það skiptir ekki baun hvort kynið það er

Sakna þín alla daga, Alfan

Alfa (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 17:21

2 identicon

Bara kvitta fyrir heimsókn á síðuna, Takk fyrir síðast, þetta var frábært og gaman að sjá á þér bumbuna svona áður en hún hverfur :o)    kv. ebj

Ella Bogga (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 09:20

3 identicon

luf jú billinn til eftir nokkra daga, spurnign að kom um helgina 8. er eittvhað í pípunn, þá hjá yrkkur.

 spurning um stopp og ferð til baka, etv.bara flu.

Heyrumst, Ma

Mamma (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband