Loksins myndir!

Þá er ég loksins komin með allar myndir á einn stað! Ætla að fleygja nokkrum inn og vonandi fáið þið ekki áfall við að sjá fyrstu myndirnar - jafnvel ráð að byrja bara á þeim síðustu og fyllast svo bara af lotningu við að sjá hvað kallarnir mínir hafa verið duglegir. Á hinn veginn yrði það bara - hversu ruglaðir kallarnir mínir væru ") Sé það núna að maður hefur nú verið létt ruglaður að leggja út í þetta en ákvörðunin var tekin og ekki aftur snúið.

Það fer mjög vel um okkur í nýja húsinu. Getum dútlað við hitt og þetta fram á kvöld og svo bara skriðið upp í rúm. Eldhúsið er í þessum töluðu orðum að smella í að verða tilbúið, komin plata, vaskur, eldavél, uppþvottavél og allt.......nema ísskápur sem kemur á laugardag.....á morgun. Svo er það allt dútlið - ganga frá listum á parketi, samskeytum, rafmagnslokum.......og allt hitt. Áætlað að halda jólahangikjötsboð á jóladag og þá þarf að vera orðið sæmilega snyrtilegt. Eigum reyndar eftir að ná í búslóðina en það verður smá burður og nokkrir rúntar með fínu, fínu hestakerruna sem hefur nú sýnt að hún er fjölhæfari en nafnið bendir til - hefur verið notuð sem geymsla, ruslagámur, til búslóðaflutninga og alveg ómissandi í verslunarferðir í bæinn þegar versluð er klæðning á hús o.þ.h.

Hlakka því til jólanna og vona að enginn verði svekktur þó ekki hafi borist jólakort frá okkur hér á Vestfjarðakjálkanum en ég get nú ekki kennt fjarlægð um þó það hafi hvarlað að mér en staðreyndin er sú að það hefur einfaldlega ekki gefist tími til að setjast niður til jólakortaskrifa - auk þess sem það er lítið um húsgögn í húsinu til að tilla sér á. Höfðum þó í flimtingum með það að senda bara jólakveðju í útvarpið en höfum ekki framkvæmt það ennþá og óvíst að svo verði. Þó er stefnt að áramótakveðju og sem betur fer má hún koma eftir áramót líka ")

Njótið því myndanna en segi enn og aftur - myndirnar ná aldrei öllu það þarf bara að koma og skoða með eigin augum!!

Megi þið öll eiga gleðileg og hamingjurík jól!

Kveðja, Signý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt hjá þér, stefnir í að verða verulega fínt.....hlakka til að koma og sjá með eigin augum.

Mamma 

Margrét (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 00:53

2 identicon

elsku systir til hamingju kv joi og hulda

joi (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband