Allt að gerast!

Nú gerast hlutirnir hratt! Held það komi meira að segja vinnimönnunum sjálfum á óvar! Öll opnanlegu fögin komin í, ný útihurð komin í, búið að grunna og pússa, spartla veggi og loft (að mestu), vatn og rafmagn komið inn í húsið -  sem smám saman tínist inn í tengla - og þá er ég að tala um rafmagnið en ekki vatnið sem fer sína réttu leið en þetta er aðeins flóknara hér en ég norðlendingurinn þekki sem alin er upp við heitt vatn úr jörðu. Svoleiðis finnst víst enn ekki á Vestfjörðum eða allavegana ekki nógu nálægt okkur til að hægt sé að luma sér í það. Eitthvað hefur nú verið reynt að bora eftir því en árangurinn ekki sem skildi. Viktor segir reyndar að þeir hafi bara ekki borða nógu djúpt. Hefur auðvitað tröllatrú á sínum Vestfjörðum og fæst seint til að trúa því að þar finnist ekki heitt vatn eins og annarsstaðar. Píparinn er því búinn að fá að leika sér helling með dótið sitt því til að hafa gólfhita þarf auðvitað rafmagnstúbu til að halda því öllu heitu og alskyns pípur, kistur, mæla, krana, dælur og loftsíur og þar fyrir utna þarf síðan hitakút til að geta nú fengið heitt vatn úr krana og til að sturta sig. Gólfhitinn fór semsagt í gang í gær og væntanlega verður neysluvatninu hleypt í pípurnar í dag - svona til að tékka hvort allt haldi áður en farið verður að setja upp eldhúsinnréttingu og leggja parket. Já, það er sko að líða að því öllu! Í gær voru gólfin flotið á efstu- og miðhæð og kjallarinn flotast í dag. Viktor var meira að segja svo hugfanginn af gólfhitanum að þegar hann "skrapp" í gær inn í hús til að kíkja var ég farin að halda að eitthvað væri að og húsið á floti því hann var búinn að vera svo lengi en þá var hann bara að horfa á steypuna þorna ofan á gólfhitanum - gat svo greinilega séð rendurnar í gólfinu - og gleymdi sér bara alveg. Það er nú ekki alltaf sem menn horfa hugfangnir á steypu þorna, en það er auðvitað öðruvísi þegar þessi sami maður lagði allan gólfhitann og allt sem honum fylgir. Sennilega eins og þegar foreldri horfir á barnið sitt gera óskup venjulegan hlut og finnst það vera mesti snillingur í heimi ") En held að steypan hafi öll þornað í nótt svo nú þarf að mála eldhúsið, innréttingu og held ég að það hafi verið á áæltun í dag að ná að minnsta kosti í hana í geymslu. Mikið verður nú gaman að sjá hana fara upp og ekki verra þegar verða líka komnar klósettskálar og hægt verður að pissa í húsinu. Efsta og miðhæð tilbúnar undir málningu og svo skilst mér að búið sé að skipuleggja hluti þannig að Kristján sonur Ragga parketleggi á kvöldin og fram á nótt svo hann fái nú frið. Áður en maður veit af verður maður farinn að mæla fyrir gardínum og búa um rúmin. Verður nú kannski eitthvað tómlegt af húsgögnum enda viðbrigði að flytja úr 60 fm í 120 fm.

 Nú bara verð ég að taka mig til og ná þessum myndum inn í tölvu til að geta sýnt eitthvað af þessu en ekki bara segja frá.

 Þar til síðar, Signý

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært dúlla hvað allt gengur vel ..var alveg farin að bíða hér eftir bloggi,og farðu nú að setja inn myndir ég er svo spennt..knús í bæinn úr Mosó

Elva (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:04

2 identicon

Þetta greinilega skotgengur dásamlegt verður að taka upp úr töskum og dreifa úr þeim í öll þessi herbergi. Það á eftir að koma þér á óvart hvað í þeim leynist eftir allan þennan tíma :) Ég skil píparann vel að gleðjast yfir upphituninni þó hún fari frá rafmagni í dúnkinn og svo í gólf og sturtu.  Frábært að hafa hitann svona í iljunum og vera líka laus við alla ofna.  Sé þig líka í anda við eldhúsborðið, horfandi andaktug yfir fallegan Dýrafjörð..........ég er nú bara að verða eins og Viktor.

Heyrumst, Mamma 

Margrét Alreðsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 23:29

3 identicon

Mikið verður gaman að sjá myndir af þessu afreki. Hlakka til að sjá þetta í endanlegri mynd. Var að aðstoða yfir í heiði í gær en þar á að flytja inn um helgina... ég á svo dásamlega bjartsýna frænku og vinkonu. Helgin fer vonandi í að að stoða þau við flutninga.

Bið að heilsa að vestfirðina og gangi ykkur vel með framhaldið. Er að vinna í áttunum þegar ég á stund milli stríða

Kv.Alfan

alfa (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:52

4 identicon

Sæli nú, það er naumast að það gengur vel í framkvæmdunum.

Ég er að gera jólakortalistann...segðu mér er nóg að skrifa Þingeyri - 4xx Vestfjörðum á umslagið?

Gangi ykkur vel þarna fyrir vestan.

Kv. Jóhanna frænka

Jóhanna Bj. Aspar (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband