Árinu eldri!

Þá hvílir á herðum mínum enn eitt árið til viðbótar! Merkilegt þó hvað "ellin" getur hjálpað til því maður þykist bara gleyma því hvað maður er gamall og þá reddast þetta. Svo er hægt að deila þessu með öllum hinum sem eiga afmæli í dag en ég var að komast að því að á vef Hagstofu Íslands er hægt að fá tölu um það hversu margir Íslendingar eiga afmæli tiltekinn dag. Ég deili sem sagt þessum afmælisdegi með 831 Íslending og þar af hafa 9 safnað nákvæmlega jafn mörgum árum og ég eða 34.

Í morgun heyrði ég líka talda upp þá merkismenn sem fæddust þennan dag og ber þar fyrst að nefna Jónas Hallgrímsson en flestir hafa sennilega orðið varir við það undanfarna daga að í ár eru 200 ár frá fæðingu hans og því bilkna ég auðvitað í þeim samanburði með mín 34 ár og kannski í öllum samanburði við þann mann. Annar merkismaður var Jón Sveinsson - Nonni en 150 ár eru frá fæðingu hans og Bjarki Sigurðsson (handknattleiksmaður) er víst 40 ár í dag. Þá erum við nú komin í tölur sem hægt er að bera sig saman við og takið eftir allir eru þeir eldri en ég....hehehe

Treysti því að þig eigið góðan dag í dag en sjálf hef ég einsett mér að njóta hans ")

Kveðja, Signý afmælisbarn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku kelling innilega til hamingju með daginn elsku dúlla og já til hamingju með bloggið bara gott mál..knús í bæinn og já mútta biður að heilsa ....kveðja úr Mosó

Elva (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 23:18

2 identicon

Sæl frænka... innilega til hamingju med afmælisdaginn thinn.

 Kv. frá Köben.

Ragna Kr. (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 00:20

3 identicon

Þetta er auðvitað merkilegasti dagurinn í lífi þínu og til stendur að flagga framvegis 16. nóv. þá veist þú það, þó þú leggir þig alla fram þegar fram í sækir getur þú ekki "gleymt" þessum degi (ekki frekar en ég "gleymt" mínum).  Vona að dagurinn hafi verið góður.

Kv. MAMMA 

Margrét Alreðsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:20

4 Smámynd: Guðrún Ösp

Til hamingju með daginn þinn um daginn.  Við Ránirnar  héldum hann hátíðlegna og fórum út að borða... vona að þú hafir átt góðan dag.  Kv.  þón frænka Gösp

Guðrún Ösp, 21.11.2007 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband