Nýjustu fréttir af Vestfjörðum eru þær að nú eru allir veggir deplóttir eftir hörku vinnu við spartl-púss-spasl-púss. Hrikalega duglegri aðstoðarmenn sem ég fékk um helgina og rosalega notalegt að fá fjölskylduna í heimsókn. Nú er fólk að ná áttum með staðsetninguna á mér og geta miðlað því áfram. Það er svo erfitt að lýsa því í orðum hvernig umhverfið er og verður alltaf voða einfalt eins og - fallegt - eða - dalir og fjöll - eða - spegilsléttur fjörðurinn. Mér finnst ég voðalega heppin að fá hús á svona fallegum stað en eins og ég segi - fólk verður bara að koma og skoða, það er svo erfitt að lýsa þessu.
Skítugir skór? Jú það er nú vegna þess að verið var að moka ofan í skurði og þjappa ofan í þá. Meira að segja paufast við það í myrkri langt fram eftir kvöldi. Hafði smá áhyggjur af því að ég væri að þræla mömmu og pabba út en held nú að við höfum náð ágætu jafnvægi í þessu. Farið mátulega snemma á fætur og af stað inn í Hvamm. Vorum nú samt að mestu samfellt fram á kvöld en menn fengu nú aðeins að nærast og slaka á svona inn á milli. Mesta púlið kannski á mánudagskvöldið þegar við vorum að moka yfir rafmagnsstrenginn í skurðinum og svo skilst mér að Viktor og pabbi hafi verið í því þriðjudagsmorgun líka en þá var ég farin í vinnuna - eins og fín frú á meðan hinir voru að puða í húsinu. Langar nú stundum að hafa meiri tíma í húsinu mínu, merkilegt hvað þessi vinna getur þvælst fyrir manni. Held nú samt að ég hafi ekki nógu mikið vit á byggingaframkvæmdum til að endast þar eða kannski frekar að hinir entust með mér. Mis gáfulegar athugasemdir sem ég kem með eins og er þannig að ef greyin ættu að hafa mig hangandi yfir sér allan daginn alla daga yrði það örugglega eitthvað skrautlegt.
Það sem nú er að gerast er að búið er að setja opnanleg fög í alla glugga, rotþróin komin í jörðu og búið að leggja að henni, rafmagnsstrengurinn er kominn í skurðinn og verið að púsla saman rafmagnstöflunni, rörin fyrir vatnsleiðsluna á leiðinni og þegar þetta smellur allt saman verður hægt að setja upp hitakút og hitatúbu fyirr gólfhitann og þá............verður hægt að fara að kynda húsið svo hægt sé að mála og ja...........þá fer nú að styttast í að hægt sér að flytja inn. Eins og er eru of miklar hitasveiflur í húsinu til að hægt sé að fara að mála veggi og fundum við fyrir því að spartlið var svooooooo......... lengi að þorna út af kulda í veggjum. Einhver frágangur eftir að utan en það beið vegna glugganna en fljótlega verður hægt að taka niður stillansa og klæða neðsta partinn af húsinu.Myndir! Hendi inn í albúm nokkrum myndum en því miður vantar enn fyrstu myndirnar. Þessar myndir sýna þó nokkuð vel alla vinnuna sem búið er að leggja í kofann ") Þar til næst, Signý
Já það var ekki aldeilis laust við að ég yrði snortin af útsýni frá Hvammi. Við nutum heimsóknar og ferðarinnar vestur út í ystu æsar. Þetta eru "bara" 600 km. ekki langt þegar mikið er í húfi eins og að sjá fólkið sitt. Bara gaman að paufast þetta í húsinu og fengum líka góðan mat og drykk! Það verður ekki svo langt í næstu ferð spái ég.
Athugasemdir
Já það var ekki aldeilis laust við að ég yrði snortin af útsýni frá Hvammi. Við nutum heimsóknar og ferðarinnar vestur út í ystu æsar. Þetta eru "bara" 600 km. ekki langt þegar mikið er í húfi eins og að sjá fólkið sitt. Bara gaman að paufast þetta í húsinu og fengum líka góðan mat og drykk! Það verður ekki svo langt í næstu ferð spái ég.
MAMMA
Margrét Alreðsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.