Ritstífla

Getur verið að maður fái ritstíflu þó ekki sé neinn skiladagur á skrifum? Finnst ég eiga að skrifa eitthvað og fullsnemmt að vera orðin uppiskroppa með ritefni eftir þrjár bloggfærslur. Vinnan eins og vanalega, húsbyggingar í gangi, myndir enn í Reykjavík og ekki áætlað að fara þangað á næstunni, færðin verið þokkaleg... jú ég get sagt frá einu!

Ég á þátt í því að Þingeyringar geta tekið þátt í "skyndibitamenningunni" sem tröllríður nú heiminum. Það er nú ekki á hvaða "smápleisi" sem er sem getur stært sig af því. Það er nefnilega hægt að panta hér pizzur - pizzur sem ég, ásamt fleirum, útbý frá a-ö. Ekki svona þessa heimatilbúnu heldur pizzastaðarpizzur með leyniuppskrift sem keypt var fyrir fúlgu fjár - ásamt nafninu Tóki Munkur. Það er sko ýmislegt í gangi á Þingeyri. En svona til að halda fólki í raunveruleikanum þá er nú bara opið 1 x í viku, á föstudögum. Í tvo tíma, milli kl. 18 og 20. Og þið sem voruð farin að sjá fyrir ykkur litla "skyndibitaparadís" eins og Skeifuna. Nei, það búa nú bara um 300 manns hér og a.m.k. helmingurinn hefur aldrei og mun sennilega ekki fara að taka upp á því að borða pizzu, svona á gamalsaldri. Spurning hvort sé einhver séns á því að fara að hafa opið þegar uppákomur eru á staðnum þannig að hægt sé að rölta við á leiðinni heim af djamminu en sennilega ekki eitthvað sem maður ætti að hætta í fastri vinnu fyrir ")

 Þá vitið þið það. Signý er bara ansi lagin við að gera pizzur enda gott uppeldi í heimatilbúnum pizzum sem eiga auðvitað alltaf vinninginn. Hef hugsað mér meira að segja að fyrsta máltíðin í nýja eldhúsinu verði alvöru heimatilbúin pizza.

 Nú af húsbyggingum er það að frétta að gólfin fara að verða tilbúin undir flot, eldhúsinnréttingin fer vonandi upp í þessarri viku og hægt verður að mála um næstu helgi. Þá eru bara smáatriði eftir eins og vatn og rafmagn. Megum nú ekki alveg missa okkur í velmegun. Notum bara rýmið undir útitröppunum fyrir kamarinn áfram og svo má alltaf rölta út í læk eftir smá vatni. Nei, nei þetta er allt að koma. Klára glugga, gólfefni, innréttingar á baðherbergin 3 - jú, jú píparinn aðeins að missa sig.

 Fyrir þá sem ekki hafa fengið miklar upplýsingar um það sem er að gerast þá erum við að byggja upp hús rétt fyrir innan Þingeyri. Notuðum í raun aðeins steypta útveggi og höfum því haft nóg að gera. Byrjuðum á því að bæta ofna á húsið - einum sumarbústað - eins og einhver orðaði það og því er húsið nú orðið 3 fullar hæðir, 50 fermetrar hver og plön um að bæta við bílskúr og sólstofu.

Jæja, losnaði aðeins um ritstífluna. Læta þetta því nægja í bili. Held að ég sé nú bara alveg að ná þessum "bloggfílingi".

 Þar til næst, Signý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta - ritstífla?? Þetta er bara eins og þegar þú byrjaðir að syngja um krumma í bílnum.  Flott skrif hjá þér. 

Ég fæ aldrei heimabakaða Pizzu orðið.. vantar einhvern til að baka fyrir mig.  Tekur því ekki fyrir þessa tvo eða einn sem borða (r) í Víðimýri á laugardagskvöldum.  Skreppum bara á Þingeyri þá verða þar 302:)

Kv. MAMMA

Margrét Alfreðsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 12:54

2 identicon

Gaman að fylgjast með þér og þínum... Af húsbyggingum er gaman að fá fréttir og signý mín veit hvernig þetta er, hélt alltaf að ég væri alveg að fara flytja nei nei en ég skal lofa þér að það gekk að lokum.. þannig að þingeyri verður staður sem þarf að heimsækja. Maður hlýtur að finna það, er það ekki örugglega merkt á landakorti hehe . En frænka á eftir að kíkja reglulega hér inn og fylgjast með.

kveðja Alma

Alma Sif (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband