31.10.2007 | 13:37
Vetur konungur
Jæja, þá fékk mín að finna fyrir vanmætti sínum gagnvart vetri og snjó! Í gær var spáð stormi sem stóðst að mestu en þegar ég vaknaði í morgun í þessu fína veðri sá ég enga ástæðu til að efast um að fært væri yfir á Ísafjörð... > leiðrétting - er víst talað um norður á Ísafjörð < ...enda ekki nema rétt tádjúpur snjór á götum og koppalogn/svart logn/dauðalogn > vestfirsk orðasamsetning < Röllti mér því niður í rútu. Eins og við var að búast var lagt af stað við fyrsta hljóm 7 frétta á rás 1. Hafði reyndar ekki náðst í upplýsingasíma vegagerðarinnar og enginn haft spurnir af mokstursbílnum, þó talið víst að hann væir í Önundarfirði > fyrir þá sem ekki hafa komið á staðinn þá er Önundarfjörður næsti fjörður við Dýrafjörð og þarf að fara yfir Gemlufallsheiði til að komast þangað og svo í gegnum göngin til Ísafjarðar < kom svo reyndar upp úr dúrnum að maðurinn sem keyrir þennan forláta mokstursbíl býr í Önundarfirði og því ýmis merking sem leggja má í þær yfirlýsingar að hann sé í Önundarfirði...var hann enn sofandi á sínu græna eða var hann farinn af stað að moka í Önundarfirði. Allavegana, við fysta hljóm 7 frétta var lagt af stað frá sjoppunni á Þingeyri, keyrt fyrir fjörðinn, framhjá vegamótum að Núpi og farið að grilla í Gemlufallsheiðina þegar hið örlagaríka símtal barst - ökumaður og farþegi fjórhjóladrifins pallbíls höfðu við illan leik komist yfir heiðina og voru því svo elskulegir að hringja í bílstjóra rútunnar og ráða honum frá því að ætla yfir á 15 manna kálfinum enda enn ekkert spust til mokstursbílsins. Ótrúlegt hversu mikill munur getur verið á veðri frá einum stað til annars. Þegar hér var komið var bara leiðinda þæfingur og nokkuð myndarlegir skaflar á veginum. Það var því úr að snúið var við. Var nú frekar spæld þar sem ég var á leiðinni á námskeið fyrir hádegi sem ég hlakkaði voða mikið til - örlaði líka pínu á trú á samsæri þar sem aðeins viku - og ekki einu sinni það heldur á föstudaginn síðasta - komst ég ekki suður á ráðstefnu - sem ég hlakkaði voða mikið til að fara á - því ekki var flogið vegna veðurs. Þeir eiga þó ráð þessir kallar sem þekkja þetta og því bauðst mér að koma með á minni bíl sem sennilegri væri til að hafa skaflana af. Blessaðist allt að lokum enda Önfirðingurinn greinilega vaknaður og mættum honum á miðri heiðinni á mokstursbílnum. Slapp því inn á námskeið í tíma og fékk meira að segja akstur upp að dyrum ") Svo er bara að vona að ökumaður mokstursbílsins vakni tímanlega af síðdegisblundinum ef vera skyldi að þyrfti að moka heiðina fyrir heimleiðina. Lítið að frétta af húsbyggingum nema að það verið að vinna í því. Auðvitað snjóað í skurðina fyrir rafmagnið og vatnið en spurning hvað það situr lengi. Heyrði því fleygt í útvarpinu að hitastigið væri eins og jó-jó næstu dagana, skoppaði á milli rauðra og blárra talna. Kveðja úr snjónum á Vestfjörðum, Signý
Athugasemdir
Sæl frænka.
Gaman ad sjá ad thú ert komin med sídu og ég hlakka til ad bæta thér vid á reglulegum lestrarlista mínum!
Annars mátti ég bara alveg til med ad segja thér ad ég hitti thig i nótt! Var i heimsókn á Islandi og i frænkubodi ad ég held og thar var svona líka myndarlegt lítid barn. Ég var ekkert smá snortin af thví, enda rosalega fallegt og gott, en ég thekkti thad ekki. Thá var mér sagt ad thad væri thitt og thá sá ég ad thú sast i einu horninu, svona líka lukkuleg!
Gangi annars allt i haginn.
Kvedjur frá Köben. Ragga frænka.
Ragna Kr. (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.