Hörkupúl

Hörkupúl þetta blogg! Áskoranir úr öllum áttum og.........má ekki bugast...........en tölvumál eru ekki upp á marga fiska eins og er en batnar nú vonandi þegar flyt í NÝJA HÚSIÐ. Er löngu hætt að hlusta á tal um að þetta klárist á þetta og þetta mörgum vikum. Ég ætla bara að flytja inn fyrir jól. Vonandi þó ekki kl. 17.58 á Aðfangadag.Því miður hefur ekkert gerst í myndamálum þar sem ekkert varð úr áætlaðri suðurferð. Blessaðir flugmennirnir treystu sér ekki til að fljúga fyrr en einsdagsráðstefnan var hálfnuð og því varla verjandi að fara. Þannig að það er óvíst hvað gerist í blessuðum myndamálunum á næstunni. Enda er ég ekki alveg að ná þessu með myndir inn á bloggsíður en það vonandi kemur.Augljóst að vetur er komin hér á vestfjörðum því það er snjóþekja yfir öllu og frostrósir á bílrúðum í morgun. En það er nú ekki málið þegar maður tekur rútuna ") Fínt að hafa svona einkabílstjóra - sem ég deili reyndar með öllum hinum líka.

 Kveðja, Signý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko mína komin á bloggið ;o) En ég ? eins og BJ hvar eru myndirnar af umhverfinu ?   bíð spennt. kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 09:20

2 identicon

Sæl Frænka!

Ég aflétti öllum kröfum um myndefni.  Ég var bara að stríða.  Taldi að myndainnsetning biði kunnáttu bloggarans.  Ég sé að ég hef haft þig fyrir rangri sök, því þær eru aldeilis fínar þessar sem eru komnar inn.

Ég á svona svipaðar myndir (að vísu ekki svona fallega sléttur sjór), en fjölskyldan á góðar minningar frá þessum stað, þar sem við tjölduðum sunnan við Sandfellið í landi Sands, þegar við vorum þarna á ferð, fyrir um 17 árum síðan.  Vá , hvað það er langt síðan. Við ætluðum að fara "hinn hringinn" um Vestfirðina eitthvert næstu sumra og taka þá Barðaströndina þá með, en við slepptum henni þá, því við tókum Baldur yfir Breiðafjörðinn frá Stykkishólmi.

Það verður gaman að fá fréttir af ykkur í framhaldi.  Hrósa þér fyrir dugnað umfram það sem við sjáum þessa dagana hjá systir og frænkum.

Með bestu kveðju, þín og þinna.  bj.

Björn Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband